Haust og vetrardagská okkar er nú að hefjast.

Nú er farið að líða að hausti og byrjað að kólna úti og dimma á kvöldin. Formlega höfum við því hætt að boða til rúntferða á miðvikudögum og snúum okkur að dagskrá í félagsheimili okkar. 

Það er þó ekki útilokað að við boðum til akstursferðar með stuttum fyrirvara ef sérlega gott veður gefur tilefni til. 

Við byrjum þetta haustið á rabbkvöldi miðvikudaginn 11. september og ef veður er fallegt eru menn hvattir til að koma á fornbílum sínum. Það verður heitt á könnunni og kaffiveitingar í boði. Húsið opnar kl. 20:00

Sjáumst hress og gerum okkur glaðan dag þar sem við getum til dæmis rætt verkefni og dagskrá vetrarinns með félögunum í félagsheimili klúbbsins.

Allt bílaáhugafólk velkomið.

Stjórnin