Rúntur frá Ögurhvarfi
3. maí, 2023 20:00 - 22:00
Á morgun miðvikudagskvöldið 3. maí verður opið í Ögurhvarfi frá kl 20:00 og ef mæting er góð á gömlum bílum þá förum við léttan rúnt frá Ögurhvarfi kl 20:30 til Höfuðborgarinnar til þess að liðka bílana fyrir sumarið.
Skoðunardagur Frumherja
20. maí, 2023 09:00 - 14:00
Skoðunardagur Frumherja og Fornbílaklúbbs Íslands 2023. Við gerum okkur glaðan dag og látum skoða djásnin okkar og hittumst og njótum laugardaginn 20.maí hjá Fumherja í Dalshrauni Hafnarfirði kl.09.00. Frumherji býður okkur í kaffi og pylsur. Skoðunargjald er 5.900kr. Munum að hafa félagsskírteinin okkar með
ATH Þessi skoðunardagur er aðeins fyrir bíla undir 5000kg heildarþunga, sjá sérstakan skoðunardag fyrir vörubíla þyngri en 5000kg mánudaginn 22. maí kl 16:00 Frumherja Hádegismóum.
Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eða komast ekki þennan dag geta mætt á sína skoðunarstöð vikuna á eftir, dagana 22-26 maí.
Skoðun Forn-Vörubíla 5000kg +
22. maí, 2023 16:00 - 18:30
Fornbílaskoðun fyrir vörubíla og önnur stærri ökutæki félaga. AÐEINS fyrir bíla þyngri en 5000kg
Frumherji Hádegismóum
Aðalfundur
24. maí, 2023 18:30 - 23:00
Kæru félagar.
Aðalfundur 2023 verður haldinn miðvikudagskvöldið 24. maí kl 20:00 í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi 2 Kópavogi.
Húsið opnar kl 18:30. Fyrir fundinn verður boðið upp á veitingar í samstarfi við Skalla, hamborgari hússins og meðlæti.
Dagskrá fundar:
Ath. reynt er að hafa allar upplýsingar sem nákvæmastar, dagskrá ferða geta breyst með stuttum fyrirvara.
Allar ferðir og viðburðir eru birtar á heimasíðunni og á dagatalinu, sem er uppfært vikulega.
Mætingarstig eru alltaf fyrir mætingu á bíl eldri en 25 ára.
Útskýring á dagskrá
Miðvikudagskvöld
Hittingar ef veður leyfir.
Skoðunardagur
Þennan dag mæta félagar með bíla sína í skoðun og síðustu ár hefur hún farið fram hjá Frumherja. Sérkjör eru þennan dag fyrir fornbíla og er það í raun bara opinber skoðunargjöld er verið að greiða. Frumherji hefur boðið í morgunkaffi og grillaðar pylsur á meðan skoðun stendur. Skoðun hefst kl. 9. og stendur til 15. en eftir það er farið í létta ferð. Mikil mæting er á þessum degi bæði af félögum og gestum til að sjá hvað hefur bæst við eftir veturinn. Þeim félögum sem ekki hafa kost á áð mæta á skoðunardag fá sömu kjör dagana 15-30 júní á öllum skoðunarstöðvum Frumherja.
Kvöldrúntur
Mætingarstaður og tími er auglýstur á fornbill.is og fb síðu klúbbsins. Farin er rúntur um eitthvað ákveðið hverfi og /eða í heimsókn til að skoða safn, fyrirtæki, eða í bílskúr félaga. Í lok ferðar er oft endað á kaffistað þar sem er tilboð fyrir félaga. Mætingarstig er gefið fyrir þessar ferðir, mæting er skráð annað hvort um miðja ferð eða í lok hennar.
Fatadagur
Dagsferð þar sem félagar mæta uppáklæddir í föt frá liðnum árum, oft í anda árgerðar sem þeirra bílaeign er frá, en hvað sem er gengur. Farið er á nokkra staði bæði til að fræðast og hafa gaman af. Farið er í hádegisverð og kaffi saman á völdum stöðum þar sem búið er að semja um tilboð handa félögum. Mætingarstig er gefið fyrir þessa ferð, mæting er skráð annað hvort um miðja ferð eða í lok hennar.
17. júní hátíðarakstur
Árleg keyrsla tengd hátíðarhöldum á höfuðborgarsvæðinu. Mætingarstig er fyrir þessa ferð.
Landsmót
Haldið utan höfuðborgarinnar. Ekki er fyrirhugað að halda Landsmót sumarið 2022.
Helgar- og grillferð
Svipað og landsmót nema ekki er dagskrá um helgina. Grillmatur og drykkir eru í boði klúbbsins um laugardagskvöldið og síðan skemmta félagar sér saman fram á nótt. Mætingarstig er fyrir þessa ferð ef mætt er á bílum eldri en 25 ára um helgina.
Grillferð
Áður var farið í dagstúr út fyrir borgina og endað í grilli sem er í boði klúbbsins, hefur meira breyst í helgarferð. Mætingarstig er fyrir þessa ferð.
Varahlutamarkaður Esjumel
Síðasta „ferð“ sumars, en þá eru bílageymslur klúbbsins á Esjumel opnar til að félagar getið skoðað þær og eins er hægt að finna sér varahluti á lager klúbbsins. Boðið er upp á vöfflur, kaffi og gos. Mætingarstig er fyrir þessa ferð.
Skráning í ferðir
Sumar ferðir kalla á skráningu og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær.
Aukaferðir
Ýmsar aukaferðir bætast við eftir að dagatal hefur verið gefið út og eru þær auglýstar á fornbill.is og í Skilaboðum. Oft eru þetta ferðir sem eru tengdar ýmsum viðburðum eða óskað hefur verið eftir mætingu fornbíla.