Árið 2012 var keypt húsnæði að Hlíðasmára 9, 3. hæð og var starf klúbbsins þar svo og vetrardagskrá. Aðstaða þar er góð til myndasýninga og funda, bókasafn og fundaraðstaða fyrir stjórn og nefndir.  Var stjórn sammála um að húsnæðið hentaði illa til að stunda áhugamálið og var því húsnæðið sett á sölu.

 

Á félagsfundi 28. apríl 2021 var samþykkt með 86% atkvæða að selja félagsheimili okkar að Hlíðasmára 9 og var húsnæðið afhent nýjum eiganda mánudaginn 1. júní 2021. 

Er því heimili klúbbsins á Esjumel sem stendur í geymslum okkar þar til hentugt húsnæði fyrir fundi og hittinga verður fundið.