Bílageymslur og
varahlutalager Esjumel 1 (Silfurslétta 1).
Opnunartími annan hvern þriðjudag (fyrir utan hátíðir) frá kl. 20-22 frá mars út október sjá nánar á dagatali með lokanir.
Sími 660 1763
Ath. stæði er ekki fastur staður heldur pláss í geymslum FBÍ, bíla-geymslunefnd raðar niður bílum í stæði til að fá sem mesta nýtingu.
Tilkynna þarf fyrirfram í síma 660-1763 sé ætlun að taka út bíl, bílar þurfa að koma hálftíma fyrir lokun (21:30 fim). Er þetta gert svo ekki þurfi að endurraða margsinnis í geymslum eins og ítrekað hefur komið fyrir.
Fornbílaklúbburinn á í dag þrjár geymslur á Esjumel sem nú hefur verið skírður Silfurslétta, sem samtals eru um 1200 fermetrar að stærð og eru þær fullnýttar yfir vetrarmánuðina.
Formaður bílageymslunefndar er Jón Hermann Sigurjónsson í síma 660 1763.
Bílageymslur eru opnar annan hvern þriðjudag (fyrir utan hátíðir) frá klukkan 20:00-22:00 frá Mars út Október.
Lokað er yfir vetrarmánuðina, frá byrjun nóvember og til endaðan mars. Hægt verður í neyðartilfellum að sækja bíla á þeim tíma en útkall bílageymslumanna kostar 15.000.- kr. Þó skal hafa í huga að ekki er öruggt að hægt sé að sækja bíl að vetri, einkum vegna snjóþyngsla sem geta verið við geymslurnar, en líka vegna þess að geymslur okkar verða ekki opnaðar í vindasömu veðri.
Leiga á stæði fyrir félagsmenn FBÍ frá 1. jan 2022 er kr. 8.800 á mánuði fyrir venjulega stærð af bíl og kr. 14.850 fyrir vörubíla. Sjá nánar í reglum neðar.
Rukkað er mánaðarlega, og reikningar eru eingöngu sendir rafrænt í heimabanka.
Ath. stæði er ekki fastur staður heldur pláss í geymslum FBÍ, bílageymslunefnd raðar niður bílum í stæði til að fá sem mesta nýtingu úr geymslum.
Nauðsynlegt er að hafa samband við bílageymslunefnd áður en taka skal bíl út, það sparar óþarfa endurröðun og flýtir fyrir ef vitað er um þá bíla sem fara út.
Eingöngu félagsmenn geta fengið leigt stæði og þarf viðkomandi að vera í klúbbnum til að geta farið á biðlista. Best er að senda tölvupóst á formadur@fornbill.is eða hringja í síma 660 1763 vilji félagar komast á biðlista eftir stæði.
Fornbílaklúbbur Íslands áskilur sér allan rétt til að fjarlæga bíl(a) og hefja innheimtuaðgerðir hafi viðkomandi ekki staðið í skilum með greiðslu fyrir pláss í bílageymslum.
Séu þrír mánuðir liðnir frá eindaga og ekki hefur verið samið um greiðslur er samningur um leigu stæðis sjálfkrafa fallinn úr gildi.