Að þessu sinni breytum við hefðbundnu rabbkvöldi sem átti að vera 20. nóvember í opið hús og bjóðum upp á vandaða dagskrá. Húsið opnar kl 20:00

Miðvikudaginn 20. nóvember mun semsagt hið nýstofnaða Fornhjólafélag halda félagsfund á opnu kvöldi í félagsheimili okkar hjá Fornbílaklúbbi Íslands í Ögurhvarfi. Á dagskrá verður ýmislegt tengt gömlum mótorhjólum. Njáll Gunnlaugsson, formaður Fornhjólafélagsins mun vera með glærusýningu um Vélhjólaklúbbinn Eldingu, en nýlega fannst myndaalbúm með merkilegum myndum úr sögu þess félags. Einnig mun stjórn Fornhjólafélagsins segja frá nýrri slysarannsókn á fornhjólum þar sem niðurstöður hennar eru mjög athyglisverðar.

Missum ekki af þessum einstaka viðburði og merkilegu umfjöllun um þessi áhugaverðu ökutæki og hluta af sögu þeirra. 

Að sjálfsögðu verður kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum. 

Allt bíla- og vélhjólaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin.