Það verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi 18. september. Húsið opnar kl 20:00
Á þessu kvöldi ætlar formaðurinn okkar, Rúnar Sigurjónsson, að sýna okkur nokkrar myndir sem teknar voru á bílasýningu í Þýskalandi s.l. vor.
Myndasýning þessi er forsmekkur af annari stærri sem haldin verður síðar í vetur, enda er til mikið magn ljósmynda sem teknar voru á þessari stórglæsilegu bílasýningu.
Að lokinni sýningunni verða kaffiveitingar og hefðbundið spjall um veturinn sem er framundan.
Endilega fjölmennum og eigum gott kvöld með félögunum.
Allt bílaáhugafólk velkomið.
Stjórnin