Miðvikudaginn 14 ágúst förum við í fræðsluferð út á Granda

Já við ætlum að heimsækja gamla Varðskipið Óðinn sem liggur við bryggju í Reykjavíkurhöfn. nánar tiltekið bakvið Sjóminjasafnið og Kaffivagninn á Grandagarði.

Félagi okkar í Klúbbnum, hann Halldór Olsen, í samstarfi við annan félaga sinn munu taka á móti okkur og vera með leiðsögn um skipið. 

Mæting er beint á Grandagarðinn kl: 19:30. 

Hér er einstakt tækifæri til að fá að skoða þetta sögufræga skip og hvetjum við fólk til að mæta og láta þetta ekki framhjá sér fara. 

Þó svo að hér sé ekki um eiginlega rúntferð að ræða hvetjum við alla sem koma til að mæta á fornbílum til að vekja á okkur athyggli á staðnum þar sem oft eru túristar og aðrir ferðamenn á vappi um svæðið. 

Lokað er í Ögurhvarfi þennan miðvikudag. 

Stjórnin