Nú er komið að opnu húsi og sýningu á heimildarmynd. Húsið opnar klukka 20:00.

Félagi okkar Guðmundur Pálsson hafði samband við stjórnina og sagðist eiga í fórum sínum skemmtilega heimildarmynd um hann Sverrir heitinn Andrésson sem bjó á Selfossi og var bílasali og fornbílasafnari. Sverrir er einna þekktastur meðal fornbílamanna fyrir að hafa smíðað nokkuð merkilega eftirlýkingu af Cudel bílnum sem fyrstur bíla kom til Íslands árið 1904. Við tókum þá ákvörðun strax að bjóða Guðmund velkominn með myndina til að sýna okkur hana á þessu opna húsi í Ögurhvarfi. 

Missum ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá þessar stórskemmtilegu mynd. 

Að sjálfsögðu verður kaffi og kaffiveitingar á boðstólnum. 

Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin.