Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00.
Á fyrsta bíókvöldi okkar þennan veturinn munum við sýna stórmyndina The Great Gatsby frá árinu 2012 með Leonardo Di Caprio í aðalhutverki. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Francis Scott Key Fitzgerald frá árinu 1925 og fjallar um dularfulla miljarðamæringin Jay Gatsby og stórkostleg veisluhöld, líferni og dramantíska sögu hans. Leikmynd myndarinnar skartar af miklu glingri, fallegum munum og klæðaburði sem og stórglæsilegum fornbílum. Myndin er meistarverk og hefur hlotið mjög fína dóma, ekki hvað sýst fyrir leikmyndina, en einnig fyrir stórleik og magnaða túlkun. Þetta er kvikmynd sem enginn fornbílaáhugamaður eða áhugaflólk um gamla tíma ætti að láta framhjá sér fara.
Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 142 mínútur. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir.
Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi.
Stikla myndarinnar: GREAT GATSBY Trailer (2012) Movie HD (youtube.com)
Stjórnin