Akstur fornbíla og annarra glæsivagna verður á sínum stað á Ljósanótt 2024
Bifreiðar safnast saman á plani N-1 og Dominos við Hafnargötu 86 kl. 14:00 laugardaginn 7. september.
Bifreiðar aka af stað kl.15:00 út á Hafnargötu og niður að sýningarsvæði í Gróf.
Allt að 100 bifreiðar aki niður Hafnargötu, þeir sem á eftir koma fara aðra leið þ.e.a.s. út af N-1 plani að Þjóðbraut, Hringbraut, Hólmbergsbraut, Helguvíkurveg og þaðan inn í Gróf.
Ekið er eftir aldri bifreiða, þeir elstu fyrstir og koll af kolli.
Upplýsingar til ökumanna:
Bifreiðar þurfa að vera skoðaðar og uppfylla reglur um gerð og búnað ökutækja.
**Bifreiðar þurfa að hafa gott útlit og vera vel sýningarhæfar**
Ökumenn skulu fylgja almennum umferðarreglum, nema er varðar hámarkshraða, ekið skal á litlum hraða og gæta þess að hafa gott og jafnt bil á milli ökutækja.
Tilmæli til ökumanna: að ekið verði með fullri aðgát og takið tillit til áhorfenda.
Brot á reglum þessum getur leitt til útilokunar á akstri á Ljósanæturhátíð í framtíðinni.
Bifreiðar þurfa að vera skoðaðar og uppfylla reglur um gerð og búnað ökutækja.
**Bifreiðar þurfa að hafa gott útlit og vera vel sýningarhæfar**
Ökumenn skulu fylgja almennum umferðarreglum, nema er varðar hámarkshraða, ekið skal á litlum hraða og gæta þess að hafa gott og jafnt bil á milli ökutækja.
Tilmæli til ökumanna: að ekið verði með fullri aðgát og takið tillit til áhorfenda.
Brot á reglum þessum getur leitt til útilokunar á akstri á Ljósanæturhátíð í framtíðinni.
Kæru félagar gerum þetta vel og höfum gaman!
Ofantalin frétt kemur frá þeim sem skipuleggja aksturinn á Ljósanótt.
Stjórn Fornbílaklúbbs- Íslands kemur þar ekki nærri þó félögum okkar hafi verið boðið að taka þátt í þessum viðburði af skipuleggjendum hans.
Sjá nánar um viðburðin á Facebook. Akstur fornbíla og annarra glæsivagna – Ljósanótt 2024 | Facebook