Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 2 í röðinni þennan veturinn munum við sýna hina stórkostlegu kvikmynd Secondhand Lions sem er bandarísk gamanmynd frá árinu 2003, skrifuð og leikstýrð af Tim McCanlies. Myndin á að gerast árið 1962 og segir frá innhverfum ungum dreng  sem er sendur til að búa hjá sérvitrum frændum sínum á bóndabæ í Texas þar sem margt reynist öðruvísi en ungum dreng grunaði. Aðalleikarar myndarinnar eru Haley Joel Osment, Robert Duvall og Michael Caine. Þetta er mynd sem fólk ætti að láta framhjá sér fara.

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 111 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. 

Stikla myndarinnar: Secondhand Lions (2003) Official Trailer – Michael Caine Movie – YouTube

Myndin verður sýnd hjá okkur með íslenskum texta. 

Stjórnin