Þá er komið hinni árlegu sýningu Wings’n Wheels.

Laugardaginn 31. ágúst er ætlunin að skunda í Mosfellsbæ og taka þátt í þessari árlegu sýningu sem haldin er á flugvellinum að Tungubökkum í tengslum við hátíðina ,,Í túninu heima“ sem er bæjarhátíð í Mosfellsbæ. Sýningin er skipulögð af Flugklúbbi Mosfellsbæjar, Fornbílaklúbbi Íslands og Ferguson félaginu fyrir Mosfellsbæ og verður opin frá kl 12:00 og lýkur um kl 17:00.

Nánar um hátíðina má fræðast á facebook síðu hennar. með því að smella hér

Allt bíla- véla- og flugáhugafólk velkomið.

Stjórnin