Stjórnarfundur. 1 sept. 2025

Dagskrá.

Tvö mál frá Rúnari.
Staðan á stólunum.
Dagsferð

Punktar frá Margréti.
Má henda ónýtum stólum sem eru á bókasafninu.
Korktaflan/tússtafla.
Myndarammar-hengja upp eða setja í möppur.
Bíll vikunnar á facebook.
Peysurnar.
Miðvikudagsrúntur
Heimasíðan.
Upplýsingaskylda strjórnar gagnvart félagsmönnum.

Á Fundinn eru mætt Rúnar, Einar, Ólafur, Grétar og Margrét sem ritar fundargerð.

Fyrsta mál á dagskrá. Stefán Örn sagði sig úr stjórninni. Stjórnin þakkar honum fyrir samstarfið.

Rúnar vill bera mál undir stjórn. Hann á rafmagnslyftara, sem hann notar aldrei, eins og hálfs
tons lyfta. Ef að það eru not fyrir lyftarann uppi á Esjumel þá er hann til í að lána klúbbnum hann
í skiptum fyrir geymslupláss á honum. Samþykkt að Rúnar ræði málið við Jón Hermann, ef hann
sér not fyrir lyftarann þá er þetta samþykkt af stjórninni.

Búið að panta stólana, ættu að koma um miðjan mánuðinn, pöntunartími 2-3 vikur. Fengum
góðan afslátt. Skemmdir stólar í góða hirðirinn, þeir sem eru með grönnu teinunum og eru heilir
er hægt að selja. Geyma nokkra stóla til að hafa sem auka.

Miðvikudagsrúnturinn, bara tveir miðvikudagar eftir af sumarstarfinu. Hafa 3 sept kvöldrúnt og
kaffispjall. Spurning með að kíkja á söfn á höfuðborgarsvæðinu í síðasta rúntinum Ólafur
skoðar það.

Dagsferð- Hótel Selfoss er til í að taka á móti okkur, vilja þó hafa einfaldan matseðil, sami matur
fyrir alla (nema vegan eða græmetis fyrir þá sem það kjósa). Rætt um að fara Hvalfjörðinn,
heimsækja Gauja litla, fara svo kjósaskarðið yfir á Selfoss, skoða flugsafn, á Selfossi eft il vill
fleiri staði.

Þarf að passa upp á að allar fundagerðir, ársskýrslur og þess háttar séu aðgengileg fyrir
félagsmenn. Passa þarf upp á þetta. Hægt er að fá einhverja til að aðstoða við að setja inn gögn.

Margrét ræðir við Ársæl Aðalsteinn, athuga hvort hann sé til í að aðstoða með heimasíðuna.

Ólafur fékk fyrirspurn frá manni sem er með mikið af myndum úr dánarbúi, það er vilji til að setja
þær á rafrænt form. Ólafur er til í að lána búnað ef einhver er til í að taka að sér að skanna inn,

Rúnar bendir Ólafi á að tala við Örn Sigurðsson. Má koma með myndirnar upp í félagsheimil og
Örn sækir hingað.

Punktarnir frá Margréti: Það má henda ónýtu stólunum sem eru á bókasafninu. Það má fara með
korktöfluna, tússtöfluna og auka stólana sem eru á bókasafninu í góða hirðirinn. Reyna að
hengja upp myndarammana sem eru í kössum, hægt að setja myndir á vegginn við stigann upp á
loft, einnig hægt að setja ramma líka hjá salernum. Samþykkt að hafa bíl vikunnar á facebook í
vetur. Jóhann mun sjá um það. Það hafa fundist starfsmannavesti og peysur við tiltekt og frágang
uppi á loft. Þær verða þvegnar og gengið frá þeim og reynt að nota þær meira, fyrst þær eru til

Fundi slitið.