Stjórnarfundur, 02.06.2025.
Stefán sendir póst varðandi heimsókn á Bessastaði.
Rúnar athugar með stóla, samþykkt að athuga með annan lit og tilboð í eftirfarandi stóla:
https://www.ajvorulistinn.is/motuneytio/setuhusgogn/motuneytisstolar/stoll-924755-924753
Stefanía óskar eftir aðstoð við kvennarúntinn, hún ætlar að skipuleggja hann. Samþykkt að aðstoða, ef ekki makar þá stjórnarmenn.
Stefanía hefur borðist til að koma og opna, hella upp á kaffi, kveikja á uppþvottavélinni þegar að rúntur á að enda í félagsheimilinu, svo tekur sá við sem á kvöldið, sér um frágang og að læsa. Samþykkt af öllum.
Margrét kemur í stað Jóns Hermanns í vaktaskema. Ólafur kemur í stað Bjarna.
Þeir sem eiga kvöld eiga að skipuleggja rúnta, sjá um að opna fyrir hittinga.
17.júní, erum búin að fá boð frá Árbæjarsafni.
Hittast einhversstaðar, enda rúntinn á safninu.
Samþykkt að byrja rúntinn hjá húsi verslunarinnar. Aka út af planinu, beygja til hægri, því næst til hægri á Listabraut, aftur til hægri inn á Kringlumýrabraut, beygja til vinstri á sæbraut, aka niður í bæ eftir Geirsgötu, Mýrargötu, til hægri á hringtorginu inn á Grandagarð, beygja til vinstri inn Hólmaslóð aftur til vinstri inn á Fiskislóð, til hægri á hringtoginu, aka eftir Ánanaust að hringtoginu við Hringbraut, inn á hringbraut (út af á 2 legg) Hringbraut/miklabraut ekin alla leið að N1 Ártúnshöfða, beygja þar til hægri inn á Streng, ekið eftir Streng að Árbæjarsafni.
Umræða um að enda rúntana ekki alltaf í félgasheimilinu. Tillaga um að enda rúnta á keffivagninum. Taka ísrúnt að ísbúðinni Fákafeni. Heimsóknir í bílaumboðin. Skoða fyrirtæki með bílavörur. Einar og Dyljá eru til í að bjóða í kaffi, raða upp bílum, og hafa gaman.
Mikil umræða um samskipti krúsera og fornbílaklúbburinn, vilji til að reyna að laga samskiptin, viðhorf krúsera er þó ekki alveg á sömu línu. Stjórnin gæti kíkt á viðburði hjá þeim, til að reyna að sýna friðarvilja.
Önnur mál:
Hafa aðalfundinn í beinu streymi.
Það þarf að deila betur verkefnum varðandi viðburði, fleiri að taka þátt í að deila á facebook.
Skoðunardagurinn var ekki nægilega auglýstur.
Bíladagar, fornbílaklúbbsmeðlimir ættu að fá sama díl og meðlimir bifreiðaklúbbs Akureyrar. Spurning með að skoða að gera nokkurra ára samning við BA um afslátt fyrir fornbílamenn á viðburði bíladaga.
Vantar að fornbílaklúbburinn sé ákveðnari í auglýsingum og að kalla til sín nýja meðlimi.
Einar leggur til að klúbburinn kaupi af honum húsnæðið uppi á Esjumel. Húsið er 17 sinnum 19 metrar, búið að skipta um jarðveg. Brunavarnir í tipptopp lagi. 3.5m lofthæð.
Umæður um bilageymslurnar, byggja yfir portið, annað húsnæði, húsnæði lengra frá bænum, ef það væri húsnæði lengra frá höfuðborginni þá væri hægt að bjóða lægra leiguverð þar en hérna í bænum.