Stjórnarfundur FBÍ 7.6.2021

 

Haldin í Akralind 2 .

Mætti eru; Bjarni, Ómar, Hafþór, Kristín, Stefán, Jón, Gunnar, Atli og Egill.

 

Fyrsta mál á dagskrá er kosning gjaldkera og ritara, Ómar er einróma kosin gjaldkeri og Gunnar ritari einnig einróma.

Umræður um hvort varamenn þurfi að sitja fundi.  Klárt er að varamenn hafi kostningarétt á fundi ef aðalmaður er fjarverandi.

Hlíðasmári hefur verið afhentur kaupendum kl.12.00 í dag og erum við því formlega laus við eldra félagsheimili.

Píanó klúbbsins hefur verið lánað til Ás styrktarféls í Ögurhvarfi og gamla dælan með Esso merkinu er í vist hjá Sr.Gunnari Sigurjónssyni.

Kaupendur Hlíasmára hafa nú þegar greitt um 16.000.000kr af kaupverði.  Þeir eru að vinna í láni sem kemur þá greiða þeir stóran part í viðbót.

Stefán hefur óskað eftir að losna sem formaður geyslunefndar eða til vara að fá með sér fleiri til aðstoðar.  Jón Herman býður fram í að vera formaður geymslunefndar.  Stjórn samþykkir það einróma.

Umræður um svör á facebook, stungið er upp á Kristínu i þetta mál.  Við reynum að passa þetta saman.

Gunnar athugar með Orku á föstudaginn.

Umræður um miðvikudagsrúnta í sumar, Atli stingur upp á því að hittast alltaf á áhveðnum stað og fara stuttan rúnt.

17.júni verður í árbæjarsafni að hefðbundnum sið á milli 13.00-17.00.

Stefán stingur upp á hittingi á Esjumelum með hamborgurum til dæmis.

Allir eru sammála um að nota facebook meira og taka skyndirúnta, og senda SMS.

Klárum að laga hús 2 á Esjumelum í sumar, skipta um ljós og mála jafnvel og taka vel til.

Landsmót á Hvolsvelli, við þurfum að girða af þjóðveg.  Við förum þangað með tjaldið okkar, þar að segja þetta minna rauða.

Ýmsar umræður um Kvennarúnt, fjöldskyldu og húsdýragarð.  Við ræðum þetta frekar á facebook.

Umræður um að reyna að hittast meira, ekki endilega til að fara á rúnt, heldur fá sér kaffi og spjalla.

Bjarni ræðir þetta mál við Guðbrand í Árbæjarsafni næstu daga.

Ómar stingur upp á því að taka fjármuni úr Hlíðasmára og geyma þá í bréfum sem gefur sem besta vexti, allir eru sáttir með þetta

 

Líklega förum við fyrsta sumarrúnt frá Esjumelum upp í kaffi Kjós.

 

                                                            Fundi slitið kl. 21.28