Stjórnarfundur FBÍ 1.3.2021

Mættir eru; Bjarni, Kristín, Guðný, Stefán, Gunnar, Sigurður, Ómar, Björn og Hafþór

 

-Bjarni byrjar að segja okkur að nokkrir hafa skoðað fasteign okkar að Hlidasmára en engin tilboð hafa borist.

-Útgáfa nýrra félagsskírteina er komin af stað og byrjað að koma þeim út, Ómar er með það að vanda.

-Ekki virðast margir vera hætta, fleiri eru að skrá sig frekar en þeir sem fara út.

-Bjarni er búinn að vera ötull við að reyna halda þessu lifandi með því að fá Fyrirtæki til þess að vera með tilboð, og hefur það gengið þokkalega.

-Bjarni er líka búinn að vera duglegur við að setja inn myndir á netið, bæði að setja á heimasíðu og á facebook síðu klúbbssinns.

-Bjarni talar um að menn mættu vera duglegri við að svara skilaboðum á facebook, þar að segja aðrir en hann.

-Bjarni telur það að huxanlega væri tilvalið að opna Esjumela ef menn vilja nota veðrið til að taka bíla út.  Mögulega er þetta tóm vandræði með bíla sem eru fastir langt inni í geymslum, en ekkert er ákveðið en sem komið er.  Við geymum þetta í bili.

-Búa til skjal fyrir vaktir í sumar fyrir Esjumela, ritari sér um það.

-Umræður um hvort halda eigi úti varahlutanefnd, ekkert áhveðið með þetta.  Hugmyndir um hvort við eigum að hafa varahlutakvöld í sumar, tiltekt og sortera.  Gunni setur upp tillögur af kvöldum í þetta í vor.

-Ákveðið er að skipta um ljós í húsi 3, og við förum í það í vor.

-Einnig er nauðsynlegt að laga gáma og gera á veðurþolna, setja jafnvel dúk eða eitthvað slíkt þannig að gámar þoli vatn.  Steini smiður fær leyfi til að lagfæra þetta fyrir klúbbinn.

-Númerasmíði er á pari við síðustu ár, heldur greinilega áfram eins og fyrri ár.

-Talsverður áhugi virðist vera hjá félagsmönnum að hafa innra svæði sem aðgengilegt fyrir félagsmenn.  Björgvin tölvumaður er að kíkja á þetta í rólegheitum.

-Umræður um hvort halda verði aðalfund 2020 núna.  Digraneskirkja verði fundarstaður.  Ekki er neitt ákveðið enþá nema það að fund verði að halda fyrir lok maí 2021.  Okkur langar að hinkra aðeins og sjá hvort tilboð berist í Hlídasmára og sjá hvort við getum hengt það með sem dagskrárliður á aðalfundi.

-Við hinkrum aðeins með að opna fyrir rabbkvöld og sjá hvað sóttvarnaryfirvöld segja með afléttingar, svo við séum alveg örugg.

-Umræður um Landsmót, Ómar, Bjarni og Gunnar eru búnir að fara í skoðunarferð á Hvolsvöll og skoða tjaldsvæði okkur lýst vel á þetta.  Sveitarstjóri Rangárþings Árný Lára Karvelsdóttir, hefur mikin áhuga á því að fá okkur til þeirra að halda landsmót hjá þeim.  Umræður um þetta, stjórn er þessu sammála, og þetta er hér með áhveðið.  Dagsettningar eru 25-27.júní 2021.

-Ómar segir okkur aðeins frá heimtum árgjalda þá er staða sjóðs góðar 10milj. Og það gengur vel að innheimta 2021.

-Kristín vekur máls á því varðandi sumarrúnta og smáferðir.  Ekki er svo sem hægt að segja neitt til um það eins og er, en klárlega er áhugi hjá okkur öllum í þvi.

                       

                                    Fundi slitið kl.21.52