Já þá er komið að kvöldrúnti og vöfflukaffi, miðvikudaginn 10. september, sem hefst við HR í Nauthólsvík

Við ætlum að hittast klukkan 19:30 á palninu við Háskólann í Reykjavík við Menntaveg 1.

Farið verður þaðan skömmu síðar í bíltúr þar sem leið okkar liggur svo uppi í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi þar sem klúbburinn mun bjóða þeim sem þangað koma upp á rjúkandi nýbakaðar vöfflur. Við lofum því að það verði eitthvað óvænt að sjá í kvöld, þó ekki minna en einn sjaldgæfur og sérstakur fornbíll sem ekki hefur sést lengi.

Ef bílar eru margir eru félagar okkar hvattir til að leggja bílum sínum bak við félagsheimilið okkar við komuna þangað af tillitssemi við nágranna okkar í Skalla. 

Opið verður í félagsheimilinu frá kl 20:00. 

Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með.

Stjórnin