Þá er komið að síðusta opna húsi í Ögurhvarfi á þessu ári. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Við verðum eins og undanfarin ár í jólaskapi á þessu síðasta opnunarkvöldi á þessu ári. Við ætlum að bjóða upp á heitt súkkulaði, nýbakaðar pönnukökur með rjóma, piparkökur, og eitthvað meira jóla jóla og hafa hjá okkur fína stemningu í aðdraganda jólanna. Við ætlum að vera með jólahappdrætti þar sem nokkrir gestir munu eiga möguleika á að vinna jólaglaðning í boði klúbbsins.  

Víð ætlum líka að sýna þetta kvöld hina sígildu hasarbíómynd Die Hard, en hún er frá árinu 1988 með stórleikaranum Bruce Willis í aðalhlutverki. Myndin gerist einmitt í aðfangadagsveislu í skýjaklúf í Los Angeles, en Willis leikur þar löglreglumannin John McClain sem kominn er til LA frá New York til að eyða jólunum með eiginkonu sinni og fjölskyldu og er því óvart staddur í veislunni þegar hryðjuverkamenn ryðjast inn og yfirtaka húsið og taka alla sem eru í byggingunni í gíslíngu í þeim tilgangi að ná að ræna fjármunum sem eru í peningahvelfingu í húsinu. McClain hinsvegar nær að verða þeim erfiður viðureignar og í gang fer atburðarrás þar sem reynt er plan A og B en lítið gengur samt. Þetta er mynd sem engin má láta framhjá sér fara og það er líka alltaf hægt að sjá hana aftur og aftur. 

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 132 mínútur. Gert verður hlé á myndinni þegar boðið verður upp á heitt súkkulaði, pönnukökur  og veitingar og dregið í jólahappdrættinu. 

Svo mun hann Jóhann Elvis Þorsteinsson koma með glóðheit fornbíladagatöl til að selja okkur. 

Það var mjög gaman hjá okkur í fyrra og nú verður ekki síðra jólastemningarkvöld hjá okkur. Endilega fjölmennum í Ögurhvarfi og missum ekki af stemningunni í Fornbílaklúbbnum þetta kvöld. Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stikla myndarinnar: Die Hard (1988) Trailer #1 | Movieclips Classic Trailers – YouTube 

Við lokum síðan félagsheimilinu að þessu kvöldi loknu til 14. janúar n.k., en þá munum við vera með fyrsta opna hús á nýju ári. 

Stjórnin