Við ætlum í dagsferð á Skógum í svona ,,Njóta saman ferðalag“ laugardaginn 20. september sem við köllum að þessu sinni ,,Skógar og út að borða saman“. 

Á Skógum munum við vissulega fara á safnið og fá leiðsögn um hluta þess. Við munum svo fá okkur svo veglegan síðdegissnæðing á heimleiðinni. 

Veitingakostnaður í síðdegisverði er niðurgreitt af Fornbílaklúbbnum fyrir þá félgsmenn sem fara með. 

Áætluð ferðatilhögun:  Lagt af stað frá Reykjavík í hópakstri  frá félagsheimilinu í Ögurhvarfi um kl 10:00 (félagsheimilið opnar um kl 9:15). Áætlað er að mæta á safnið á Skógum um kl 12:30. Við eigum svo pantaða leiðsögn um hluta safnsins klukkan 13:30. áætlað er að við förum frá safninu eigi síðar en klukkan 15:00 því klukkan 17:00 mætum við á Hótel Selfoss þar sem við munum borða saman góðan mat. Heimferð er svo frjáls að síðdegisverðinum loknum. 

Matseðill kvöldverðar verður sem hér segir:

Forréttur: Villisveppasúpa

Aðalréttur: Val um Nautakinn með trufflu kartöflumús, gulrótum, hnetum og blóðbergsgljáa    eða    Þorskur með kremuðu byggi, sultuðum tómötum, jarðskokkum, gulrótum og choron

Mögulega er hámark er á gestafjölda í matinn og því um að gera að panta strax.

Ferðakostnður sem greiðist af þeim sem fara með í ferðina er sem hér segir. 

  1. Veglegur kvöldverður fyrir félagsmann kostar 2.000,- kr og getur hver félagsmaður tekið með sér einn gest á sama verði. 
  2. Veglegur kvöldverður fyrir aðra gesti sem koma með félagsmanni kostar 3.000,- kr. og verð fyrir börn yngri en 12 ára sem koma með félagsmanni er 1.500,-
  3. Utanfélagsmenn geta komið með, en greiða þá fyrir aðgang að safninu á staðnum og veitingarnar sjálfir á veitingastaðnum samkvæmt hans gjaldskrá. 
  4. Á Skógarsafni greiðir hver og einn fyrir sig og sína (við fáum hópaafslátt ef þáttaka er næg). 

Skráningu í ferðina skal senda í tölvupósti á formaður@fornbill.is (eða í síma 895-8195 EKKI HÆGT AÐ HRINGJA SUNNUDAGINN 14. SEPT.) og er skráningarfrestur til kl 24:00 mánudaginn 15. september n.k.

Titill tölvupósts skal vera: Dagsferð að Skógum. 

Eftirfarandi þarf að koma fram. 

  1. Nafn félagsmanns og félaganúmer (ef þú mannst eða finnur númerið)
  2. Hversu margir og hverjir verða í matnum. (aldur barna sem ferðast með þarf að koma fram)
  3. Hvaða aðalrétt ferðalangar velja, naut eða þorsk.

Endilega tökum þátt og njótum þess að skoða þetta fallega safn og fara út að borða með okkar.  

Stjórnin