Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00. 

Á bíókvöldi númer 3 í röðinni þennan veturinn munum við taka til sýningar íslensku grínmyndina Stella í orlofi frá árinu 1986, með þeim Eddu Björgvins og Ladda í aðalhlutverkum. 

Myndin er um þessar mundir að verða 40 ára gömul og ein af meistaraverkum íslenskrar kvikmyndasögu sem ekki þarf sérstaklega að kynna. Grátbroslegt handritið er eftir Guðnýu Halldórsdóttur og myndinni er leikstýrt af Þórhildi Þorleifsdóttur.

Þetta er mynd sem er löngu orðin klassik og engin ætti að láta hana fram hjá sér fara.  

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 84  mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. 

Stutt brot úr myndinni: Veskan mín er horfin – YouTube

Myndin er að sjálfsögðu með íslensku tali og sænskt blönduðu bulli inn á milli. 

Stjórnin