Stjórnarfundur 11 ágúst 2025.
Mættir Rúnar, Jón, Jóhann, Einar, Ólafur og Margrét.
Byrjað á að ræða óskir frá Stefaníu, húsverði.
Hún óskar eftir að klúbburinn kaupi fataslá og herðatré fyrir yfirhafnir. Samþykkt
einróma.
Rósabúnt fyrir Kvennarúntinn sem verður miðvikudaginn 13. Samþykkt.
Vantar hillur til að hægt sé að klára að ganga frá dótinu uppi á lofti og á bókasafninu.
Samþykkt .
Til að hægt sé að ganga almennilega frá skrifstofunni og tengja tölvu og annað þá þarf að fá
rafvirkja til að legga rafmagn inn á skrifstofuna og setja innstungur. Einnig mætti nefna við
rafvirkjan að það þyrfti að vera hægt að slökkva ljósi fyrir ofan innganginn, hafa truflandi áhrif
þegar að skjárinn er notaður.
Fresta þarf dagsferðinni sem átti að vera 30 ágúst þar sem Wings and Wheels er þann dag.
Það er mikið um að vera í ágúst. Kvennarúntur þann 13 ágúst, Blómstrandi dagar í Hveragerði
þann 17 ágúst, óvissuferð þann 20 ágúst, rúntur á Kaffivagninn 27 ágúst, Wings and Wheels 30
ágúst.
Ljósanótt verður 6 sept og því verður dagsferðin færð til 13 sept.
Skoða að fara í Hvalfjörðin á safnið hjá Gaua litla, aka svo á Selfoss, eða skoða söfn í kringum
Selfoss. Borða á Tryggvaskála um kvöldið. Ólafur hefur samband við vertann á Tryggvaskála.
Reynum að vera með tilbúinn fjölda í ferðinni ca 5 dögum fyrr, auglýsa tímanlega.
Kom tölvupóstur frá fyrirtækinu sem þjónustar hjartastuðtækið, það er innköllun á því, verður
lagað.