Stjórnarfundur 7 júlí.
Mættir eru á fundinn , Margrét Helga, Rúnar, Stefán, Jón Jakob og Jóhann
Rúnar upplýsti alla um skoðunarferð vegna stóla.
Stólarnir í AJ: fínt að sitja í þeim, Hægt að fá svart eða dökk grátt. Einnig hægt að fá svartan vinyl.
Rúnari leist best á svart, svo er spurning með rammann, hvort hann eigi að vera grár eða svartur.
Samþykkt að panta gráa stóla með dökk gráu áklæði.
Ekki komnir ísskápar. Rúnar ætlar að athuga með ísskáp á morgun. Samþykkt af ölllum sem eru
mættir. Allir sammála um að hafa ísskáp með gleri að framan.
Dagskrá sumarsins:
16. júlí, Heimboð í Geirland.
Árbæjarsafn 20 júlí.
Ísrúnt 23 júlí
30 júlí rúntur og kaffi spjall.
Vogadagur, 16 ágúst.
Kvennarúntur 13. Ágúst.
Bessastaðir 20 ágúst.-óvissuferð, vegna eðli ferðarinnar er mælt með því að folk sé snyrtilegt.
Dagsferð, 30 ágúst. Þurfum að finna staðsetningu, skógar eða eitthvað
Ljósanótt 7 sept.
Tillaga að byrja rúnta uppi í klúbb og enda annarsstaðar. Vandamálið þó með að byrja uppi í
klúbb er að það komast fáir bíla yfir ljósin í einu, vantar stórt plan til að hittast á. Byko,
breiðholtskirkja, Holtagarðar og fleiri plön sem hægt er að nota.
Hugmyndir um að fara rúnt út fyrir bæjarmörkin, td. Hveragerði, hitta bílaklúbb suðurlands þar,
taka smá rúnt innan hveragerðis og aka svo sem leið liggur á Selfoss, stoppa þar í ís.
Rætt um posaleiga og kostnað. Greitt er fyrir leigu á ársgrundvelli. Samþykkt að halda áfram
með posaleigu
Stefanía óskar eftir að fá að sjá um Krambúðina, panta vörur, verðleggja og þess háttar.
Samþykkt af öllum mættum.
Aðeins rætt um undirbúning fyrir næsta stórafmæli klúbbsins, sem er eftir 2 ár. Hringferð, útfæra
afmælismerki fornbílaklúbbsins, stóra bíla sýningu.
Google. Dagatal-viðburðardagatalið. Margrét býður fram aðstoð við uppfærslu á því dagatali.
Vantar bíla í salinn, helst fyrir 30 júlí.
RS stingur upp á að stjórnarmenn noti Trello til að halda utan um verkefni.
Stefán segir frá því að bílaklúbbur Akureyrar, gefur út makakort fyrir sína meðlimi. Makar njóta
fríðinda sem klúbburinn býður uppá, þannig ná þeir upp félagafjölda þegar að er verið að sækja
um styrkiog þess háttar. Auka kostnaður fyrir klúbbin, sms sendingar, útgáfa félagaskírteina. Því
er spurning með að rukka einhvern smá kostnað, þarf líklega að leggja þetta fram á aðalfundi.
Best væri að nota veturinn til að undirbúa þetta vel og kynna á næsta aðalfundi.
Þarf einnig að fara yfir afsláttarkjörin sem eru í boði fyrir meðlimi kllúbbsins.
Fundi slitið.