Ennþá er ljómandi gott veður og við ætlum að heimsækja Hernámssetrið að Hlöðum í Hvalfirði.
Mæting er við félagsheimilið okkar í Ögurhvarfi 2 kl. 10:30 og farið þaðan skömmu síðar.
Þar sem að við erum hópur að koma mun hann Gaui Litli taka á móti okkur og segja okkur eitthvað skemmtilegt af sinni alkunni snilld og ekki von á öðru en að það verði skemmtilegt eins og hans er von og vísa.
Félagsmenn þurfa að greiða 1.000,- króna þáttökugjald fyrir sig og hvern þann gest sem þeir bjóða með sér. Frítt verður fyrir börn yngri en 11 ára.
Hægt er að greiða við mætingu með kortum eða peningum.
Utanfélagsmenn geta komið með, en greiða 2.000,- þáttökugjald fyrir sig og hvern sinn gest, en einnig er frítt fyrir börn yngri en 11 ára.
Endilega fjölmennum í þessa skemmtilegu ferð.