Félagi okkar Guðmundur Bjarnason var með seinni hluta heimsferðar sinnar í gærkvöldi fyrir þéttsetinn salinn og var magnað að sjá þessar myndir úr ferðalagi hans.  Það er greinilegt að þetta hefur verið mikið ferðlag enda um 83.000 km að baki um ólíklegustu staði jarðar.

Búið er að uppfæra skjávarpan í félagsheimilinu og nú eru myndir í HD upplausn og margfalt bjartari en áður sem sýndi sig í gær að gerir gæfumuninn.  Okkur hlakkar til að fá næsta gest til okkar miðvikudagskvöldið 12. febrúar en þá förum við á Suðurpólinn í fylgd Jóhannesar Guðmundssonar pólfara.

 

Fornbílaklúbburinn þakkar Guðmundi innilega fyrir frábæra ferðalýsingu.