Kílómetrastöður í bílageymslum í janúar 2026
Stjórn og bílageymslunefnd Fornbílaklúbbs-Íslands hefur tekið saman kílómetrastöður á öllum bílum sem eru með skráningarnúmer og eru í geymslum klúbbsins.
Þar er tekið fram skráningarnúmerið á bílunum, þ.e.a.s. númerið sem er á bílunum og getur það verið þá fast númer, steðjanúmer eða einkanúmer. Því næst tegund, þá mælisstaðan eins og hún stendur í mælaborðinu og þá tekið fram hvort við sáum með óyggjandi hætti hvort að mælirinn telji í kílómetrum eða mílum.
ATH. Ekki þarf að skila inn mælisstöðu fyrir bíla sem eru með innlögð númer. Listinn er því eingöngu með bílum sem eru með skráningarnúmer í geymslunum.
Hægt er að sjá stöðurnar með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Kílómetrastöður janúar 2026, Fornbílaklúbbur Íslands