Valdi koppasali fagnar nú 70 ára afmæli og af því tilefni langar hann að bjóða félögum Fornbílaklúbbs Íslands að fagna með sér þessum tímamótum.
70 ára afmæliskaffi Valda koppasala verður haldið í sal Fornbílaklúbbsins Ögurhvarfi 2 nú um helgina sunnudaginn 25 september.  Húsið verður opið gestum frá kl 14 til 17.

Kaffi og rjómaterta verður í boði afmælisbarnsins sem elskar rjómatertur, jafnt sem fornbíla og merkilega hjólkoppa.

Valdi hefði gaman að sjá sem flesta félaga fornbílaklúbbsins á afmælisdeginum og verður að sjálfsögðu á staðnum, eldhress.