Kæru félagar.
Nú erum við á fullu að gera félagsskírteini fyrir 2020. Til þess að einfalda marga hluti þá höfum við ákveðið að gildistími korta verði út mars ár hvert. Þetta auðveldar okkur prentun korta sem hægt er að útbúa samhliða sem greiðslur eru að berast. Nýr gildistími stendur undir ártalinu á kortinu.
Kortið veitir félögum afslætti í fjölmörgum verslunum og hægt er að borga félagsgjaldið upp margsinnis á hverju ári sé kortinu veifað hjá þeim fyrirtækjum sem styðja við áhugamálið okkar.