Kæru félagar.

Nú erum við að uppfæra félagaskránna svo hægt sé að senda öllum félögum SMS og tölvupósta um viðburði eftir þvi sem við á. 

Við höfum yfirfarið það sem hægt er í símaskránni og viljum við biðja þá sem eru EKKI að fá Skilaboðin frá okkur send á tölvupósti eða eru EKKI að fá SMS send í farsíma sína að hafa samband svo við getum uppfært upplýsingarnar sem við höfum.  Á síðustu 2 mánuðum hafa nokkur skilaboð verið send á alla félaga bæði á sms og email sem eiga að hafa skilað sér.  Við vitum einnig að í nokkrum tilfellum skilaboð ekki að berast til félaga vegna þess að pósthólf þeirra eru full.

Ef þú kæri félagi ert ekki að fá sendingar frá okkur í stjórn og nefndum þá er bara að senda okkur tölvupóst á formadur@fornbill.is , hringja í 895-8195 eða senda okkur skilaboð á facebook síðu okkar og við munum leysa málið saman.