Lokaútkall á Þorrblót 2020 !
Kæru félagar, nú er að hrökkva eða stökkva. Til þess að hægt sé að halda viðburði eins og þorrablót okkar þá verður að vera góð mæting félaga. Ef félagar vilja að þessi árlegi viðburður haldi áfram þá verður að gefa í og mæta til leiks. Aðeins 42 af 120 miðum eru seldir og það er ljóst að þessu verður aflýst á mánudagskvöld sé áhugi ekki meiri.
Miðasala er í síma 694-2912.