Kæru félagar.

Nú loks er komið að því að hægt er að halda Skoðunardag Frumherja.

Ákveðið hefur verið að halda hann annan dag Hvítasunnu mánudaginn 24. maí í skoðunarstöð Frumherja Klettagörðum milli 9:00 – 13:00.

Skoðunargjaldið er 5.500kr. fyrir Félagsmenn Fornbílaklúbbs Íslands.

Fyrir þá sem ekki komast á skoðunardaginn þá verða sömu kjör í boði á öllum stöðvum Frumherja um land allt dagana 15. til 30. júní 2021.

Munið að hafa með félagsskírteinin.