Ákveðið hefur verið í samstarfi við Frumherja, breytt fyrirkomulag skoðunardags þetta árið vegna Covid-19.  

Ekki þykir óhætt að hafa skoðunardag með hefðbundnu sniði þar sem þetta er mjög mannaflafrekur viðburður fyrir Frumherja og ljóst að við gætum verið yfir fjöldaviðmiðum landlæknis miðað við mætingu á þennan viðburð undanfarin ár.

Til að bregðast við þessu hefur verið ákveðið að félögum um land allt bjóðist að mæta á allar skoðunarstöðvar Frumherja á tímabilinu 15. til 30. júní til þess að fá fornbíl skoðaðan.  Gjaldið er aðeins 3.800.- krónur og verður að framvísa gildu félagsskírteini 2020 til þess að fá þau kjör.

Hér má sjá lista yfir skoðunarstöðvar Frumherja og opnunartíma þeirra.

 

Við þökkum Frumherja kærlega fyrir að leysa þetta svona með okkur þetta árið.