Rokk og ról er yfirskrift sunnudagsins 3. júlí á Árbæjarsafni en þá er gestum boðið að upplifa ferðalag aftur til sjötta og sjöunda áratugarins.

Hinn eini sanni lofsöngvari Elvis Iceland mætir og syngur nokkur vel valin Presleylög og félagar úr danshópnum Lindy Ravers taka sporið. Gestir eru hvattir til að klæða sig upp í stíl við þema dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 16 síðdegis. 

Árbæjarsafn er með auglýsta dagskrá frá kl. 13-16 en gott væri ef þeir sem koma á bílum frá Fornbílaklúbb Íslands séu byrjaðir að raða sér upp um 12.30 á safnsvæðinu.

 

Venju samkvæmt verðum við með kaffi og kökur fyrir félagsmenn FBÍ og gesti þeirra í Kornhúsinu.