Þá er komið að rabbkvöldi í Ögurhvarfi og við ætlum hafa það ögn óvenjulegt og bjóða upp á stórskemmtilega myndasýningu.
Stjórnarmaður okkar, Bjarni Benediksson, hefur sett saman myndasýningu og ætlar að sýna okkur ljósmyndir sem hann tók á ferðalagi sínu um Detroit borg í Bandaríkjunum og frá bílasöfnum sem hann heimsótti þar í landi síðastliðið sumar.
Húsið opnar klukkan 20:00 og það verður heitt á könnunni og kaffiveitingar í boði.
Endilega fjölmennum og eigum gott spjall með félögunum og missum ekki af þessari skemmtilegu myndasýningu.
Stjórnin.