Nú ætlum við í óvissuferð. Mæting við verslunina Fjarðarkaup í Hafnarfirði klukkan 19:15

Á kvöldrúnti miðvikudaginn 20 ágúst munum við eiga heimboð á skemmtilegan stað, eitthvað sem enginn af okkur vill missa af. Ekki er hægt að gefa upp hvert, en vegna eðli ferðarinnar og þess hvert við erum að fara er mælst til þess að gestir mæti snyrtilegir til fara, séu sjálfum sér og öðrum til sóma og sjái til þess að fornbílar sínir séu hreinir og huggulegir

Eins og áður segir er mæting á planinu við Fjarðarkaup kl 19:15, en þó eigi síðar en kl 19:30

Þessi ferð er eingöngu ætluð félögum í Fornbílaklúbbi Íslands og þeirra fjölskyldufólki eða þeirra gestum. Ekki verður óskað eftir félagsskirteinum og eingöngu höfðað til samvisku þáttakenda um þetta atriði. 

SMS verður sent milli 9:30 og 10:00 á ferðardegi til félaga með nánari lýsingu sem er eingöngu í boði fyrir okkar félagsfólk. 

Stjórnin.