Það verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi 19. nóvember. Húsið opnar kl 20:00

Á þessu kvöldi ætlum við að sýna 16-18 ára gamlar upptökur af viðburðum og afmælissýningu Fornbílaklúbbsins. Þetta eru myndbönd sem koma úr einkaeigu og okkur var lánað til að sýna hjá okkur af Guðmundi Pálssyni. 

Hefðbundnar kaffiveitingar verða í boði. Ekki missa af þessum stórskemmtilegu myndbrotum. 

Endilega fjölmennum og eigum gott kvöld með félögunum.  

Allt bíla- og vélhjólaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin