Gleðilegt nýtt ár.

Það verður opið hús hjá okkur í Ögurhvarfi 14. janúar. Húsið opnar kl 20:00

Á þessu kvöldi ætlar formaður klúbbsins, Rúnar Sigurjónsson, að renna í gegnum nokkrar fornbílatengdar myndir úr myndasafni sínu frá undanförnum árum og sýna okkur myndir úr ýmsum áttum, hérlendis sem erlendis. Myndasýningar Rúnar hafa verið vel sóttar undanfarin ár, enda oft áhuverð efnistök og skemmtileg umræða um myndirnar. 

Hefðbundnar kaffiveitingar verða í boði. Ekki missa af þessum stórskemmtilegu myndum. 

Endilega fjölmennum og eigum gott kvöld með félögunum.  

Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stjórnin