Nú blásum við til haustfagnaðar FBÍ. Að þessu sinni munum við halda október hátíðlegan með Oktoberfest upp á þýskan máta. Drífum nú leðurbuxur og kjóla úr skápum og eigum gott kvöld saman. Jafnframt mun fara fram verðlaunaafhending fyrir mætingu sumarsinns á þessu kvöldi. Þetta verður haldið á Bryggjunni Brugghúsi við Grandagarð 8 í Reykjavík laugardagskvöldið 5.október næstkomandi kl. 20.00. Kostnaður á haus er 2.900 kr. og innifalið í því er eftirfarandi ; 1 líter sérbruggaður Marzenbier, Wurstel pylsa, schnitzel, og pretzel með sinnepssósu. Okkur langar til að biðja ykkur að skrá ykkur hér í þessum viðburði með því að merkja við “MÆTI”, senda tölvupóst á gunnirafvirki@internet.is eða hringja í 897 4585.