Á morgun miðvikudag verður myndasýning frá einu glæsilegasta bílasafni evrópu, Louwman safnið í Haag en það er mun líkara listasafni en hefðbundnu bílasafni.  Þarna eru ólíklegustu ökutæki saman komin á einum stað og mikið af einstökum tækjum sem ekki sjást annars staðar.

Formaður okkar Bjarni Þorgilsson var þarna á ferðinni sl haust og tók um 300 ljósmyndir af því sem fyrir augu ber og ætlar að renna með okkur í gegnum þetta.

Húsið opnar kl 19:00.

Myndasýningin hefst kl 20:00, Kaffi í boði og eitthvað að maula með því.