Dagskráin hjá okkur miðvikudagskvöldið 5. nóvember er til heiðus Sævari Péturssyni
Sævar er fyrrum formaður Fornbílaklúbbs-Íslands, en hann lést 11. október s.l.
Þar sem að Sævar var jarðsettur í kyrrþey hafa nokkrir félaga okkar kallað eftir því að hans verði sérstaklega minnst á vegum Fornbílaklúbbsins, enda átti hann skiljanlega mjög mikið af vinnum innan félagsins. Við því er verið að bregðast með þessum viðburði.
Húsið opnar klukkan 20:00 og athöfnin hefst um kl 20:15
Við hvetjum alla til að koma og heiðra minningu Sævars með því að mæta á þennan viðburð, en Sævar var sannur fornbílamaður og einstakur félagi í klubbnum okkar og hans verður sárt saknað.
Kaffiveitingar verða á boðstólnum.
Ef gestir okkar, og því bílar sem komið er á, verða mjög margir eru félagar okkar hvattir til að leggja bílum sínum bak við félagsheimilið okkar við komuna þangað af tillitssemi við nágranna okkar í Skalla.
Stjórnin.