Kvöldrúntur í Hveragerði og á Selfoss miðvikudaginn 6. ágúst. Mæting í Ögurhvarfi klukkan 18:30

Við ætlum í samstarfi við Bifreiðaklúbb Suðurlands að bregða okkur í kvöldbíltúr í Hveragerði og þaðan á Selfoss.

Ætlunin er að aka í samfloti frá félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi austur og hitta þar á Bifreiðaklúbbsmenn og aka í fylgd með heimamönnum um Hveragerðisbæ. Að því loknu er ætlunin að keyra austur á Selfoss, en þar munum við stoppa í Ísbúð og bjóða öllum sem koma í aksturinn með okkur upp á ís. 

Sjáumst hress í þessum skemmtilega bíltúr.

Stjórnin