Landsmót okkar verður haldið helgina 3.-5. júlí í Vatnaskógi.
Staðurinn opnar á föstudeginum kl. 16.00.

Gera má ráð fyrir óvæntum uppákomum 🙂

Tjaldsvæði er vel útbúið með rafmagni og salernisaðstöðu.
Nóg pláss er fyrir marga gesti og hægt að hafa gott bil á milli fólks.
Verð á tjaldsvæði er sem hér segir;

Helgin fyrir gistieiningu með aðgangi að rafmagni 8.000kr.
Ein nótt með aðgangi að rafmagni 4.000kr.
Helgin án rafmagns 7.000kr
Ein nótt án rafmagns 3.500kr.

Einnig er hægt að leigja sér gistingu í glæsilegum húsakynnum KFUM og kostnaður er sem hér segir fyrir helgina;
4 manna herbergi 25.000kr.
6 manna herbergi 30.000kr.
8 manna herbergi 35.000kr
Bóka þarf þessi herbergi á heimasvæði KFUM, smellið hér til að fara á bókunarvefinn.

Bátar verða opnir á Eyrarvatni á föstudegi frá 19.00-21.00 og á laugardegi frá 10.00-12.00 og 14.00-18.00. Bátar eru endurgjaldlausir fyrir gesti.

Mikið er af öðrum leiktækjum fyrir börn og fjölskyldur svo sem hoppukastalar o.f.l.

Matsala verður alla helgina á mjög hagstæðu verði fyrir alla sem hér segir;
Föstudagur frá 18.00-20.00
Laugardagur frá 11.30-13.00
Laugardagskvöld lambalæri og meðlæti á 3.000kr á mann.

Einnig verður opið kaffihús í Birkiskála frá 20.00-22.00 á föstudagskvöldi og laugardegi 15.00-18.00 og 21.00-23.00.

Við viljum hvetja þau sem hafa áhuga á eldri bílum að koma þó það væri ekki nema í mat eða kaffi og eiga glaðan dag.

Allir velkomnir !