Kvöldrúntur miðvikudagsins 5. júlí hefst út á Granda.
Við ætlum að hittast klukkan 19:30 á palninu hjá Brim sem er við Norðurslóð á Norðurbakkanum yst á Grandanum. (sjá myndir til útskýringa)
Farið er inn á Norðurslóðina og niður með húsum Brims í áttina að plani milli húsanna. Þar er slá fyrir inn á hafnarsvæðið. Keyrt að slánni og þá opnast hún. Við stillum okkur upp á bryggjuni smá stund, en svo verður tekin keyrsla frá Grandanum inn á Tryggvagötu/Geirsgötu og Sæbraut sem endar upp í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi. Félagar eru hvattir til að leggja bílum sínu bak við félagsheimilið okkar við komuna þangað af tillitssemi við nágranna okkar í Skalla.
Opið verður í félagsheimilinu eftir að bíltúrinn endar þar frá kl 20:30 -20:45 sirka.
Það er spáð flottu veðri og þetta gæti því orðið mjög skemmtilegur rúntur.
Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með.
Stjórnin