Veðurspáin er góð og við boðum í kvöldrúnt og kaffispjall, miðvikudaginn 16. júlí, sem hefst við Háskólann í Reykjavík.
Við ætlum að hittast klukkan 19:30 á palninu við Háskólann í Reykjavík, Mentavegi 1 í Nauthólsvík.
Við munum staldra dágóða stund ef veðurspáin stenst, en svo verður farið þaðan í bíltúr, sem leiðir okkar upp í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi þar sem klúbburinn mun bjóða þeim sem þangað koma á fornbílum upp á kaffiveitingar.
Ef bílar eru margir eru félagar okkar hvattir til að leggja bílum sínum bak við félagsheimilið okkar við komuna þangað af tillitssemi við nágranna okkar í Skalla.
Opið verður í félagsheimilinu frá klukkan 20:00 fyrir þá sem vilja mæta beint þangað.
Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með í þennan kvöldbíltúr.
Stjórnin