Kvennarúntur miðvikudaginn 13. ágúst hefst við Borgartún 31.
Þá er komið að kvennarúnti þar sem að við hvetjum allar konur til að koma og keyra fornbíla.
Við ætlum að hittast klukkan 19:30 á palninu við Handprjónasambandið í Borgartúni 31. Farið verður þaðan dálitlu síðar í bíltúr sem endar á kaffi og kökuveitingum í félagsheimilinu okkar í Ögurhvarfi.
ATHUGIÐ að þær konur sem mæta þangað eiga von á glaðningi.
Endilega fjölmennum og tökum góða skapið með í þennan skemmtilega og hámenningarlega viðburð.
Stjórnin
Umsjónaraðilar ferðar eru: Stefanía Hinriksdóttir og Árni Páll Ársælsson