Kæru félagar.
Félagsfundur verður haldinn í Digraneskirkju mánudaginn 18. október 2021. klukkan 20:00.
Efni fundar er kosning um væntanleg húsnæðiskaup Fornbílaklúbbs Íslands.
Stjórn Fornbílaklúbbs Íslands hefur fyrir hönd klúbbsins undirritað bindandi kauptilboð í eign að Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Skv lögum klúbbsins er gerður fyrirvari um samþykkt félagsfundar og höfum við frest til 27. október til þess að staðfesta kaupin með kosningu á félagsfund.
Um er að ræða 266 fermetra verslunarhúsnæði sem stjórn telur henta starfssemi okkar mjög vel. Smávægilegar breytingar þarf að gera til að koma bílum breiðari en 180cm inn í húsið og höfum við staðfest leyfi fyrir slíkri framkvæmd frá öðrum eigendum í húsinu. Húsið er mjög bjart, mikil lofthæð, stórir gluggar til beggja enda, vandaður ljósabúnaður, og bílastæði mjög góð. Húsið er byggt 2006 og er í mjög góðu ástandi.
Kaupverð er 80 milljónir króna.
Lýsing fasteingasölunnar Miklaborg á viðkomandi húsnæði:
Verslunar og þjónustuhúsnæði á afar góðum stað við Ögurhvarf í Kópavogi. Vaxandi starfsemi í hverfinu og mikil umferð á nærliggjandi stofnbrautum. Öflug atvinnustarfsemi í næsta nágrenni, auk nærliggjandi íbúðabyggðar, fela í sér mikla möguleika til fjölbreyttrar starfsemi í húsnæðinu. Mikil lofthæð og gólfflötur er 266 fm.
Vandað og áberandi atvinnuhúsnæði í Hvörfunum skráð sem verslunarhúsnæði. Góð aðkoma og næg bílastæði eru við húsið. Aðkomu er að ofanverðu á jarðhæð og er verslunarhæðin með mikilli lofthæð og stórum gluggum er snúa bæði út að götu og til austurs. Frágangur er vandaður og góð lýsing er í húsnæðinu sem er að mestu leiti opinn salur en búið er að stúka af í einu horni lageraðstöðu og fleira en þar er gert ráð fyrir snyrtingu og kaffistofu. Húsið er klætt með flísum að utan og frágangur vandaður. Hér er um að ræða vel staðsett atvinnuhúsnæði í ört vaxandi hverfi.