Þá er komið að þessum tveim viðburðum. Blómstrandi dagar í Hveragerði og einnig Fjölskyldudagur í Vogum laugardaginn 16. ágúst.
Þáttaka fornbíla í Blómstrandi dögum sem verða í Hveragerði verður eins og hér segir. Uppstilling bíla er við Heilsugæsluna Breiðumörk 25b um kl. 13.00, en ætlunin er að sýningin standi til kl. 17.00. Kaffi er fyrir þá sem koma með bíla á efri hæð íþróttahússins við Skólamörk. Sjá nánar um viðburðinn á Facebook
Skipuleggjandi viðburðar er: Bifreiðaklúbbur Suðurlands.
Svo verður líka fornbílafólki boðið á fjölskyldudag í Sveitarfélaginu Vogum. Þeir sem ætla að koma með bíla til að stilla upp eru beðnir að mæta milli kl 11.00 og 11.30 við Ísaga í Vogum. Farinn verður hópakstur inní bæinn kl 12.00 og bílum svo stillt upp á sýningarstað. Veitingar verða í boði. Það verða hamborgarar og gos hjá björgunarsveitinni og vöflur og kaffi hjá kvenfélaginu. Sjá nánar um viðburðinn á Facebook
Skipuleggjandi viðburðar er: Sigmundur Heiðar s. 774-8400
Svo nú er bara að velja viðburð til að mæta á og skella sér í bíltúr.
Stjórnin.