Kæru félagar.

BJB Mótorstillingu langar að bjóða meðlimum Fornbílaklúbbs Íslands uppá sérkjör á dekkjum fyrir sína fornbíla.

Mest veltur þetta á fjölda dekkja sem hægt er að panta samtímis þar sem flutningur er stór hluti kostnaðarverð hvers dekks. BJB er umboðsaðili fyrir Vredestein sem hefur ásamt öðru verið að framleiða vönduð dekk sérstaklega gerð fyrir fornbíla með „rétta útlitinu“ fyrir gamla bíla.

Vredestein Sprinter Classic útgáfan er góð útgáfa af dekkjum fyrir eldri bíla, og einnig er BJB í samstarfi við mjög stóran aðila í Bretlandi sem getur boðið okkur nánast hvað sem er í dekk og felgur á fornbíla allt aftur til ársins 1905.  Dekk með hvítum hringjum og í raun hvaða dekk sem hugurinn girnist.

 

BJB ætlar að bjóða félögum Fornbílaklúbbs Íslands sérkjör á dekkjum fyrir þennan hóp í eina viku frá 23.01 til 30.01. 2021.  Vinsamlega sendið sendið fyrirspurnir með tölvupósti á sala@bjb.is sem mun safna upplýsingum saman og þá sjáum við hvort grundvöllur er fyrir því að gera þetta.  Því fleiri sem grípa þetta tækifæri því betri verð verða boðin.

Við hvetjum félaga Fornbílaklúbbs Íslands til að nýta sér þetta einstaka tækifæri og sameinast um að verða sér úti um ný dekk undir bílinn sinn á kostakjörum, því þetta á allt undir því að þátttaka félaga verði góð í þessum hópkaupum.

ATHUGIÐ AÐ ÞETTA TILBOÐ ER EINGÖNGU Í BOÐI FYRIR FÉLAGA FORNBÍLAKLÚBBS ÍSLANDS.

Smellið hér til að fara á síðu Vredestein til að skoða hvað er í boði frá þeim.