Þá er komið að bíókvöldi í Ögurhvarfi. Húsið opnar kl 20:00

Á þessu bíókvöldi, sem er númer 6 í röðinni þennan veturinn, munum við sýna mynd Steven Spielberg, Catch Me If You Can, en hún er frá árinu 2002 með stórleikurunum Leonardo Di Caprio og Tom Hanks í aðalhlutverkum.  
Fyrir utan að vera stórkostlega góð og vel gerð kvkmynd að þá er leikmyndin stórkostleg og mikið að sjá af flottum gömlum bílum í henni, en söguþráður myndarinnar á sér stað á sjöunda áratugnum og fjallar um sannsögulegan eltingaleik fulltrúa FBI alríkislögreglunnar við svikahrappinn og þjófinn Frank Abagnale Jr. en hann villti á sér heimildir í mörgum starfsstéttum til að svíkja út mikið fé. 
Þetta er í sögu Alríkislögreglunnar FBI ein athygglisverðasta glæparannsókn og eltingaleikur allra tíma við einn slungnasta svikahrapp sögunnar og átti hún eftir að eiga sér óvæntan endi. Þetta er mynd sem enginn vill missa af. 

Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 140 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir. 

Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi. Allt bílaáhugafólk velkomið. 

Stikla myndarinnar: https://www.youtube.com/watch?v=71rDQ7z4eFg

Stjórnin