Þá er komið að fyrsta bíókvöldi vetrarinns í Ögurhvarfi. Húsið opnar klukkan 20:00.
Á fyrsta bíókvöldi okkar þennan veturinn munum við taka til sýningar íslensku kvikmyndaperluna Sódóma Reykjavík frá árinu 1992, en hún er grátbrosleg og á köflum sprenghlægileg ádeila á undirheimamenningu sem á að gerast í Reykjavík. Þessi mynd er fyrir löngu orðin klassísk og hægt að horfa á hana aftur og aftur ef út í það er farið. Ekki missa því af sýningu hennar, en það er búið að taka nokkurn tíma að finna myndina til að geta sýnt hana.
Þetta er mynd sem engin aðdáandi að góðu gríni, grátbroslegu rugli og hlátri ætti að láta hana fram hjá sér fara.
Sýning myndarinnar hefst um klukkan 20:15 og er sýningartími hennar um 80 mínútur. Boðið verður upp á popp og gos, sem og kaffi fyrir þá sem það vilja. Gert verður stutt hlé ef þurfa þykir.
Endilega fjölmennum og eigum gott bíókvöld með félögunum í Ögurhvarfi.
Stutt brot úr myndinni: sódóma hægri
Stjórnin