Kæru félagar

Nú líður að því að við höldum félagsfund til þess að kjósa um hvort selja eigi eign okkar að Hlíðasmára 9 Kópavogi.  Hér að neðan er myndband þar sem farið er yfir málið af formanni klúbbsins.

Við munum hafa kjörfund í Digraneskirkju miðvikudagskvöldið 28. apríl 2021, og verður húsið opið 18-22.   

EF að við fáum leyfi fyrir 100 manna fund þá skýrist það á morgun mánudag og munum við þá halda fundinn kl 19:00.